1964 Bedford TK 5 tonna

 

Fluttur inn 2011 algjörlega original með hægri handar stýri og hann fékk ættarnúmerið
R 9004.
Þessi bíll er að öllum líkindum eini Bedfordinn sem rúllar um göturnar með sína 300 cu/in dieselvél, fjögurra gíra kassa og vöðvastýri

Mér þykir það mikil óvirðing við þessa bíla sem voru notaðir í hér um bil hvað sem var. Það var varla þverfótað fyrir þeim þegar ég var pjakkur. Sambandið átti góðann hluta af sinni gullöld Bedford að þakka.

Þessi er merktur fjölskyldufyrirtækinu sem rak hann frá því hann var nýr, Finch Transport, og standa nöfn hjónanna sitt hvoru megin á honum. Len hægra megin og Daphne vinstra megin málað snilldarlega vel á

Pallurinn verður olíuborinn næsta sumar. 
Hann er í góðu lagi og malar eins og köttur og skrapp á dögunum vestur á Snæfellsnes. Hann virtist kunna afar vel við íslenska vegi og rúllaði þetta eins og ekkert væri

Fyrri eigandi
2011 til 2016 Hilmar Friðrik Foss