1987 V12 Jaguar XJSC

1987 Jaguar XJSC
Fyrst skráður árið 2008 Hilmar Foss flytur hann inn frá USA , Ég eignast hann 2016 og trúði varla mínum eigin augum.
Þetta er algjör glæsikerra og einn af sjaldséðustu seinni tíma Jaguar bílum
C stendur fyrir Cabriolet og er þetta sá eini á landinu og einn af fáum sem eru eftir í heiminum, og sá eini á norðurlöndum.

SC var fyrsti opni Jaguarinn eftir að E týpan hvarf af markaðnum. Vélin er 5.3 lítra HE V12 

Einungis voru framleiddir 5.013 Targa top bílar (þá er toppurinn tvískiptur að framan og afturhlutinn annað hvort blæja eða enn sjaldgæfara, harður toppur eins og á þessum, og er talið að innan við 100 bílar séu eftir í UK og eitthvað fleiri í USA, en þar hafa verið settar Chevrolet vélar í marga enda TH 400 skipting í þeim og breytingin fremur auðveld. 

Það mun ekki verða gjört hér og fer í algjöra uppgerð. Það sem sér á, er flest til nýtt og verður svo keypt það sem á vantar sem er frekar lítið.